Pólitísk óvissa eykst í Grikklandi en markaðir hressast Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 11:39 Pólitísk framtíð Alexis Tsipras í óvissu eftir að tæplega þriðjungur þingmanna flokks hans greiddi atkvæði gegn lánapakka Evrópu í nótt. vísir/afp Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira