Pólitísk óvissa eykst í Grikklandi en markaðir hressast Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 11:39 Pólitísk framtíð Alexis Tsipras í óvissu eftir að tæplega þriðjungur þingmanna flokks hans greiddi atkvæði gegn lánapakka Evrópu í nótt. vísir/afp Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira