Erlent

Löfven á batavegi

Atli Ísleifsson skrifar
Stefan Löfven var á leið heim frá fundi Sameinuðu þjóðanna í Eþíópíu.
Stefan Löfven var á leið heim frá fundi Sameinuðu þjóðanna í Eþíópíu. Vísir/AFP
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er á batavegi eftir að hafa verið fluttur í skyndi á sjúkrahús fyrr í morgun. Forsætisráðherrann mun yfirgefa sjúkrahúsið innan fárra klukkustunda.

Talsmaður Löfven greindi frá þessu í samtali við sænska fjölmiðla fyrr í morgun.

Löfven var fluttur á sjúkrahús eftir að vél hans lenti á Arlanda-flugvelli, norður af Stokkhólmi, í morgun.

Löfven var þá á leið heim frá Eþíópíu þar sem hann hafði sótt fund Sameinuðu þjóðanna.

Skömmu áður en vélinni var lent fann Löfven fyrir miklum óþægindum og var ákvörðun tekin um að flytja ráðherrann á Karolinska-sjúkrahúsið til rannsóknar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×