Erlent

Forsætisráðherra Svíþjóðar fluttur á sjúkrahús

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stefan Löfven
Stefan Löfven vísir/getty
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, var fluttur með hraði á sjúkrahús í morgun. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi hans í samtali við Aftonbladet.

Í upphafi vikunnar var Löfven gestur á ráðstefnu um þróunarsamvinnu í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Í morgun sneri hann aftur til Svíþjóðar ásamt fylgdarliði og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.

„Hann fann fyrir mikilli ógleði skömmu eftir lendingu og þótti ráðlegt að koma honum undir hendur heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Anne Ekberg, upplýsingafulltrúi. Ekki er vitað hvað hrjáir forsætisráðherrann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×