Erlent

Kínverskt kynlífsmyndband veldur usla

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stjórnvöld segja myndbandið ganga gegn gildum sósíalista en tugir manna hafa brugðist við með því að fara í verslunina og taka sjálfsmyndir af sér.
Stjórnvöld segja myndbandið ganga gegn gildum sósíalista en tugir manna hafa brugðist við með því að fara í verslunina og taka sjálfsmyndir af sér. Vísir/AFP
Kínversk kynlífsmyndband hefur valdið uppnámi á meðal þeirra embættismanna sem sinna ritskoðun á internetinu þar í landi. 

Mínútu langt myndband af fólki stunda kynlíf í einni af verslunum Uniqlo í Peking dreifist á ógnarhraða um helstu samfélagsmiðla í Kína svo þeir sem sinna ritskoðun hafa vart undan. Myndbandinu er til að mynda dreift í gegnum WeChat og Weibo, sem er kínverska útgáfan af Twitter. 

Milljónir hafa nú þegar horft á myndbandið sem fer eins og eldur í sinu um netheima. Almenningur virðist taka myndbandinu með mikilli ró en tugir ungmenna sáust í morgun fyrir utan verslunina þar sem myndbandið var tekið upp að taka af sér sjálfsmyndir.

Verslunin sendi frá sér yfirlýsingu vegna myndbandsins þar sem sagði: „Við viljum minna almenning á að almennt siðferði og að nota mátunarklefa okkar í réttum og sómasamlegum tilgangi.“

Xu Feng, forstjóri stofnunar sem fylgist með netheimum, segir í viðtali við Global Times að hið klúra myndband dreifi sér eins og vírus og gangi gegn grunngildum sósalista. Feng hét því að kínversk stjórnvöld myndu halda áfram baráttu sinni við klúrt efni á netinu. 

Lögreglan í Peking rannsakar nú hverjir gerðu myndbandið og hvernig það rataði á netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×