Erlent

Enn á eftir að mynda ríkisstjórn í Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Ahmet Davutoglu forsætisráðherra.
Ahmet Davutoglu forsætisráðherra. Vísir/AFP
Von um myndun nýrrar samsteypustjórnar í Tyrklandi er enn veik að loknum fundum forsætisráðherrans Ahmet Davutoglu með leiðtogum flokkanna sem sæti náðu á þingi í kosningunum 7. júní.

AKP-flokki Davutoglu og Recep Tayyip Erdogan forseta mistókst að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi í nýafstöðnum kosningum og hefur Davutoglu unnið að því síðan að mynda starfhæfa stjórn.

Davutoglu fundaði í dag með leiðtogum HDP, einum af flokkum Kúrda, þeim Selahattin Demirtas og Figen Yuksekdag.

Að fundi loknum tilkynnti Davutoglu að ríkisstjórnarsamstarf AKP og HDP væri ekki á döfinni, þó að hann hvatti til frekari viðræðna í kúrdíska friðarferlinu.

Repúblikanski þjóðarflokkurinn CHP, annar stærsti flokkurinn á þigni, hefur ekki útilokað að starfa með AKP, ólíkt leiðtogum hægri öfgaflokksins MHP.

Búist er við frekari stjórnarmyndunarviðræðum í næstu viku. Davutoglu hefur 45 daga til að mynda nýja samsteypustjórn, en annars hlýtur leiðtogi CHP stjórnarmyndunarumboð.


Tengdar fréttir

AKP misstu meirihluta í Tyrklandi

Forsætisráðherra Tyrklands segir að þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tæp níu prósent á milli kosninga, sé AKP ótvíræður sigurvegari kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×