Tregafullur Tsipras vinnur að stuðningi við frumvörp innan gríska þingsins Atli Ísleifsson skrifar 15. júlí 2015 10:58 Dagarnir hafa verið annasamnir hjá Alexis Tsipras síðustu daga. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja stuðning við fjögur lagafrumvörp innan gríska þingsins til að tryggja frekari neyðarlán til grískra yfirvalda. Grískir þingmenn munu greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að Evrópusambandið tryggi Grikkjum frekari lán til bjargar efnahag landsins. Frumvörpin miða meðal annars að því að hækka eftirlaunaaldur, hækka virðisaukaskatt og að tryggja sjálfstæði hagstofu landsins.Skrifaði undir til að forða Grikklandi frá stórslysiTsipras hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki trú á samkomulaginu sem náðist á mánudagsmorguninn í Brussel og hafa fjölmargir stjórnarþingmenn sagt að þeir ætli ekki að greiða atkvæði með frumvörpunum. Tsipras þarf því að öllum líkindum að treysta á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna. Falli stjórnarmeirihluti Tsipras má búast við að boðað verði til þingkosninga í landinu.Skýrsla AGS flækir stöðunaNýbirt skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur enn bætt á óvissuna í kringum atkvæðagreiðsluna í gríska þinginu, en einnig þeirri í því þýska, sem einnig þarf að samþykkja samkomulag mánudagsins. Skýrslu AGS var gerð fyrir fund leiðtoga ESB um helgina þar sem rök eru færð fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu, sér í lagi sú þýska, séu tilbúnar að samþykkja.Ekki í aðstöðu til að taka upp drökmuna Tsipras sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í gærkvöldi að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikki, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Sagði hann að samkomulagið yrði að ná fram að ganga. Grikkland sé ekki í neinni aðstöðu til að taka upp drökmuna á ný. Ekki einungis muni bankarnir fara í þrot heldur myndi slíkt leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu.Axlar fulla ábyrgðTsipras sagðist axla fulla ábyrgð á ýmsum þeim mistökum sem hafi verið gerð, auk þess að hafa skrifað undir samkomulag sem hann trúi ekki . Hann hafi hins vegar gert það til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi – hrun fjármálakerfisins. „Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras. Grikkland Tengdar fréttir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54 Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja stuðning við fjögur lagafrumvörp innan gríska þingsins til að tryggja frekari neyðarlán til grískra yfirvalda. Grískir þingmenn munu greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að Evrópusambandið tryggi Grikkjum frekari lán til bjargar efnahag landsins. Frumvörpin miða meðal annars að því að hækka eftirlaunaaldur, hækka virðisaukaskatt og að tryggja sjálfstæði hagstofu landsins.Skrifaði undir til að forða Grikklandi frá stórslysiTsipras hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki trú á samkomulaginu sem náðist á mánudagsmorguninn í Brussel og hafa fjölmargir stjórnarþingmenn sagt að þeir ætli ekki að greiða atkvæði með frumvörpunum. Tsipras þarf því að öllum líkindum að treysta á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna. Falli stjórnarmeirihluti Tsipras má búast við að boðað verði til þingkosninga í landinu.Skýrsla AGS flækir stöðunaNýbirt skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur enn bætt á óvissuna í kringum atkvæðagreiðsluna í gríska þinginu, en einnig þeirri í því þýska, sem einnig þarf að samþykkja samkomulag mánudagsins. Skýrslu AGS var gerð fyrir fund leiðtoga ESB um helgina þar sem rök eru færð fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu, sér í lagi sú þýska, séu tilbúnar að samþykkja.Ekki í aðstöðu til að taka upp drökmuna Tsipras sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í gærkvöldi að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikki, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Sagði hann að samkomulagið yrði að ná fram að ganga. Grikkland sé ekki í neinni aðstöðu til að taka upp drökmuna á ný. Ekki einungis muni bankarnir fara í þrot heldur myndi slíkt leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu.Axlar fulla ábyrgðTsipras sagðist axla fulla ábyrgð á ýmsum þeim mistökum sem hafi verið gerð, auk þess að hafa skrifað undir samkomulag sem hann trúi ekki . Hann hafi hins vegar gert það til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi – hrun fjármálakerfisins. „Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras.
Grikkland Tengdar fréttir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54 Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54
Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00
Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40
Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28