Aron í Guardian: Ánægður með val mitt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2015 10:44 Vísir/Getty Aron Jóhannsson er í ítarlegu viðtali við breska dagblaðið The Guardian í tilefni þess að hann stendur nú í ströngu með bandaríska landsliðinu í Gullbikarnum vestanhafs. Aron hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum Bandaríkjanna til þessa, þar af einu sinni í byrjunarliðinu. Samkeppnin um stöðu í bandaríska liðinu er hörð eins og Aron hefur fengið að kynnast. Hann spilaði með yngri landsliðum Íslands en valdi að lokum að spila fyrir A-landslið Bandaríkjanna eftir að landsliðsþjálfarinn Jürgen Klinsmann setti sig í samband við hann. Viðbrögð á Íslandi voru blendin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var meðal þeirra sem átti erfitt með að sætta sig við ákvörðun hans. Aron sér þó ekki eftir neinu. „Mér var í raun alveg sama um hvað aðrir höfðu að segja,“ sagði Aron í viðtalinu. „Þetta var mitt val og ég var einn um að taka þessa ákvörðun. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með hana.“ Aron segist þó fylgjast spenntur með gengi íslenska landsliðsins. „Auðvitað. Sérstaklega þar sem það eru spennandi tímar fram undan hjá liðinu. Þeir eru afar nálægt því að komast í lokakeppni EM.“ Hann segir að ný kynslóð íslenskra knattspyrnumanna fari fyrir uppgangi landsliðsins og því sé fyrst og fremst að þakka stórbættri æfingaaðstöðu yfir vetrarmánuðina. „Áður spiluðum við bara á möl yfir veturinn eða í íþróttahúsum. Það breyttist mikið með tilkomu knattspyrnuhallanna. Ein þeirra var um 200 metra frá heimili mínu og fór ég þangað eins oft og ég gat. Ég græddi mikið á því.“ Hann segist hafa trú á því að Bandaríkin geti farið alla leið í Gullbikarnum en liðið er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Við höfum verið að nota marga leikmenn og reynt ýmislegt. En það er alltaf sú trú til staðar að við getum unnið mótið.“ Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann sendi Altidore heim Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum. 15. júlí 2015 11:15 Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki. 3. júlí 2015 22:24 Aron varamaður í jafntefli Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins. 14. júlí 2015 07:30 Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. 8. júlí 2015 07:48 Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna Aron skoraði mark sem dæmt var af en dómurinn þótti vafasamur. 11. júlí 2015 11:04 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Sjá meira
Aron Jóhannsson er í ítarlegu viðtali við breska dagblaðið The Guardian í tilefni þess að hann stendur nú í ströngu með bandaríska landsliðinu í Gullbikarnum vestanhafs. Aron hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum Bandaríkjanna til þessa, þar af einu sinni í byrjunarliðinu. Samkeppnin um stöðu í bandaríska liðinu er hörð eins og Aron hefur fengið að kynnast. Hann spilaði með yngri landsliðum Íslands en valdi að lokum að spila fyrir A-landslið Bandaríkjanna eftir að landsliðsþjálfarinn Jürgen Klinsmann setti sig í samband við hann. Viðbrögð á Íslandi voru blendin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var meðal þeirra sem átti erfitt með að sætta sig við ákvörðun hans. Aron sér þó ekki eftir neinu. „Mér var í raun alveg sama um hvað aðrir höfðu að segja,“ sagði Aron í viðtalinu. „Þetta var mitt val og ég var einn um að taka þessa ákvörðun. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með hana.“ Aron segist þó fylgjast spenntur með gengi íslenska landsliðsins. „Auðvitað. Sérstaklega þar sem það eru spennandi tímar fram undan hjá liðinu. Þeir eru afar nálægt því að komast í lokakeppni EM.“ Hann segir að ný kynslóð íslenskra knattspyrnumanna fari fyrir uppgangi landsliðsins og því sé fyrst og fremst að þakka stórbættri æfingaaðstöðu yfir vetrarmánuðina. „Áður spiluðum við bara á möl yfir veturinn eða í íþróttahúsum. Það breyttist mikið með tilkomu knattspyrnuhallanna. Ein þeirra var um 200 metra frá heimili mínu og fór ég þangað eins oft og ég gat. Ég græddi mikið á því.“ Hann segist hafa trú á því að Bandaríkin geti farið alla leið í Gullbikarnum en liðið er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Við höfum verið að nota marga leikmenn og reynt ýmislegt. En það er alltaf sú trú til staðar að við getum unnið mótið.“
Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann sendi Altidore heim Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum. 15. júlí 2015 11:15 Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki. 3. júlí 2015 22:24 Aron varamaður í jafntefli Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins. 14. júlí 2015 07:30 Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. 8. júlí 2015 07:48 Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna Aron skoraði mark sem dæmt var af en dómurinn þótti vafasamur. 11. júlí 2015 11:04 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Sjá meira
Klinsmann sendi Altidore heim Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum. 15. júlí 2015 11:15
Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki. 3. júlí 2015 22:24
Aron varamaður í jafntefli Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins. 14. júlí 2015 07:30
Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. 8. júlí 2015 07:48
Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna Aron skoraði mark sem dæmt var af en dómurinn þótti vafasamur. 11. júlí 2015 11:04