Erlent

Héldust í hendur og var ógnað: Myndband af tveimur mönnum leiðast í Rússlandi vekur athygli

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Stór og stæðilegur í lok myndbandsins ógnar drengjanna fyrir að haldast í hendur.
Stór og stæðilegur í lok myndbandsins ógnar drengjanna fyrir að haldast í hendur.
Myndband sem sýnir tvo menn haldast í hendur þar sem þeir ganga um í Rússlandi hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum í dag. Mennirnir þurfa að sæta því að að þeim séu gerð hróp og köll bara fyrir það eitt að haldast í hendur, einn vegfarenda rekst viljandi í annan mannanna og í lokin á myndbandinu má sjá hávaxinn og stæðilegan mann ógna mönnunum tveimur.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

„Ég varð hræddur við viðbrögð hans,“ sagði drengurinn sem rekist var í. „Hann hæfði mig með ansi föstu höggi.“

„Hey hommar, það er of mikið af ykkur nútildags,“ segir einn maður í myndbandinu og þeir eru beðnir um að yfirgefa Rússland.

Rússland hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að brjóta á réttindum sam- og tvíkynhneigðra. Þrátt fyrir að sambönd fólks af sama kyni hafi ekki verið ólögleg í landinu síðan árið 1993 hefur landið ekki tryggt pörum af sama kyni lagaleg réttindi og það gilda engin lög í landinu sem hindra að þau séu beitt órétti.

This is what it's like to be gay in Russia

Posted by The Independent on Tuesday, July 14, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×