Erlent

Desmond Tutu fluttur á spítala

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Tutu ásamt Philipp Roesler frá Þýskalandi á efnhagsráðstefnu í Höfðaborg 5. júní síðastliðinn.
Tutu ásamt Philipp Roesler frá Þýskalandi á efnhagsráðstefnu í Höfðaborg 5. júní síðastliðinn. Vísir/EPA
Desmond Tutu, fyrrum erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, hefur verið fluttur á spítala vegna sýkingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Desmond & Leah Tutu sjóðnum. SKY er meðal miðla sem hafa greint frá þessu.

Canon Mpho Tutu, dóttir hans, sagðist vona að hann fengi að koma heim eftir einn eða tvo daga. Engar upplýsingar um veikindi Tutu hafa verið gerðar opinberar að öðru leyti en að sýkingin sé langvarandi.

Tutu, sem varð heimsþekktur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni á níunda áratugnum, hefur verið með krabbamein í blöðruhálskirtli síðastliðin fimmtán ár.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×