Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júlí 2015 19:00 Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals. Mansal í Vík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals.
Mansal í Vík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira