Erlent

Westgate verslunarmiðstöðin opnar á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á verslunarmiðstöðinni frá því að henni var lokað í september 2013.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á verslunarmiðstöðinni frá því að henni var lokað í september 2013. Vísir/AFP
Talsmenn kenískra yfirvalda segja að Westgate verslunarmiðstöðin í Naíróbí muni aftur opna á laugardaginn, nærri tveimur árum eftir hryðjuverkin sem þar voru framin.

67 manns létust og á annað hundrað særðust þegar fjórir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab réðust til inngöngu í Westgate og skutu á gesti Westgate. Umsátursástand varði í fjóra daga.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á verslunarmiðstöðinni frá því að henni var lokað.

Hryðjuverkin voru framin þann 21. september 2013, en talið er að árásarmennirnir hafi látist af völdum reykeitunar í kjölfar elds í verslunarmiðstöðinni.


Tengdar fréttir

Rúmlega 60 fallnir og 170 liggja særðir eftir

Kenískar sérsveitir segjast hafa náð stjórninni á öllum hæðum Westgate verslunarmiðstöðvarinnar þar sem hryðjuverkamenn tóku fjölda gísla á laugardaginn var.

Norska leyniþjónustan reyndi að tala hryðjuverkamanninn til

Norska leyniþjónustan reyndi að telja Hassan Abdi Dhulow, ofan af því að slást í lið með Sómölskum hryðjuverkamönnum fyrir þremur árum síðan. Hassan var einn af þeim sem réðust inn í Westgate verslunarmiðstöðina í Kenýa á dögunum en hann ólst upp í Noregi sem flóttamaður frá Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×