Erlent

Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AFP
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, mun áfram funda með grískum stjórnarþingmönnum í dag til að vinna að stuðningi við samkomulagið sem Grikkir náðu við lánardrottna í gærmorgun.

Gríska þingið þarf að samþykkja samkomulagið áður en frekari fjárhagsaðstoð berst grískum yfirvöldum.

Margir innan þingflokks Syriza og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn eru andsnúnir samkomulaginu og þarf Tsipras að treysta á stuðning stjórnarandstöðunnar. Efasemdir eru því uppi um framtíð ríkisstjórnar Tsipras, auk þess að mörgum þykir líklegt að boðað verður til kosninga á næstunni.

Panos Kammenos, varnarmálaráðherra og leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja sem myndar stjórn með Syriza, segist ekki ætla styðja lagafrumvörpin. Fullvíst þykir að grískir bankar fari í gjaldþrot og Grikkland muni neyðast til að yfirgefa evrusamstarfið, samþykki þingið ekki samkomulagið.

Gríska þingið þarf að staðfesta fjögur lagafrumvörp fyrir lok morgundagsins, þar á meðal breytingar á lífeyrissjóðskerfinu og hækkun virðisaukaskatts, til að Grikkir fái nýtt neyðarlán upp á 82 til 86 milljarða evra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×