Enski boltinn

Sala De Gea til Real í uppnámi vegna meiðsla Lloris?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Hugo Lloris, markvörður Tottenham, er úlnliðsbrotinn og mun því missa af upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Lloris lék með franska landsliðinu í síðasta mánuði en myndataka leiddi í ljós að hann er með brákað bein í úlnliðnum. Það gæti tekið allt að átta vikur fyrir hann að ná fyrri styrk.

Hann skrifaði undir samning við Tottenham síðastliðið sumar en hann gildir til loka tímabilsins 2019. Lloris hefur hins vegar verið sterklega orðaður við Manchester United eftir að David De Gea var sagður á leið til Real Madrid.

Lloris er sagður ólmur í að spila með liði sem keppir í Meistaradeild Evrópu og fengi hann ósk sína uppfyllta hjá Manchester United. En meiðslin gætu sett strik í reikninginn og fælt forráðamenn Manchester United að selja De Gea til Madrídinga nú.

Lloris mun hafa verið efstur á óskalista United færi svo að félagið seldi De Gea.


Tengdar fréttir

Mun Lloris leysa De Gea af hólmi?

Það bendir margt til þess að David de Gea yfirgefi Man. Utd í sumar og þá er spurning hver tekur við af honum í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×