Erlent

Minnst tuttugu látnir eftir troðning

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr áþekkri hátíð í Ganges ánni.
Úr áþekkri hátíð í Ganges ánni. vísir/epa
Í það minnsta tuttugu pílagrímar létust er þeir tróðust undir við ánna Godavari í Indlandi. Atburðurinn átti sér stað klukkan átta að staðartíma er fólk hugðist baðast í ánni. BBC greinir frá.

Mikil örtröð myndaðist við árbakkann með fyrirfram greindum afleiðingum. Einhverjir drukknuðu í hamaganginum og er talið að tala látinna gæti hækkað.

Godavari áin er heilög í augum hindúa en hún er næst lengsta á landsins á eftir Ganges. Hátíðin sem fer fram um þessar mundir kallast Maha Pushkaralu. Pushkaralu hátíðir eru haldnar á tólf ára fresti en Maha Pushkaralu fer aðeins fram á 144 ára fresti.

Yfirvöld búast við að allt að 25 milljón manns muni heimsækja einn af tæplega þrjúhundruð baðstöðum við ána. Hindúar trúa því að með því að baða sig upp úr vatninu hreinsi þeir sig af syndum sínum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×