Erlent

Breskum fyrirtækjum gert að upplýsa launamun kynjanna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
David Cameron boðar nýjar reglur um fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri.
David Cameron boðar nýjar reglur um fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri. Vísir/AFP
Breskum fyrirtækjum verður gert að upplýsa um kynbundinn launamun frá og með næsta ári. David  Cameron , forsætisráðherra Bretlands, boðaði reglur sem kveða á um þetta í grein sem hann skrifar í breska blaðið  Times  í morgun. Reglurnar eiga að ná til allra fyrirtækja með 250 starfsmenn eða fleiri. 



Cameron  segir að með þessu sé settur þrýstingur á fyrirtæki að hækka laun kvenna. Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, hefur fagnað áformunum en gagnrýnt forsætisráðherrann og Íhaldsflokk hans fyrir að grípa seint til aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×