Erlent

Sjö ára stúlka fannst á lífi í skógi eftir þriggja vikna leit

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Týndist þegar hún var að safna kókoshnetum með foreldrum sínum. Myndin er úr Tayrona þjóðgarðinum.
Týndist þegar hún var að safna kókoshnetum með foreldrum sínum. Myndin er úr Tayrona þjóðgarðinum. Vísir/Getty Images
Sjö ára stúlka fannst á lífi í Kólumbísku skóglendi eftir að hafa verið týnd í tæpar þrjár vikur. Stúlkan týndist í  Tayrona  þjóðgarðinum þegar hún var að safna kókoshnetum með foreldrum sínum, samkvæmt fréttastofu  Reuters



Hundruð manna leituðu að stúlkunni bæði úr lofti og á landi en hún var loks fundin í kofa í skóginum eftir nafnlausa ábendingu. Stúlkan var með snert af vannæringu og ofþornun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×