Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 12:00 Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón. Grikkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón.
Grikkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira