Erlent

23 rússneskir hermenn létust þegar blokk hrundi

Atli Ísleifsson skrifar
Um 300 hermenn voru í blokkinni þegar hún hrundi.
Um 300 hermenn voru í blokkinni þegar hún hrundi. Vísir/AFP
23 rússneskir hermenn létust þegar hluti fjögurra hæða íbúðablokkar fyrir hermenn hrundi nærri borginni Omsk í Síberíu, í nótt.

Í frétt BBC segir að nítján hermönnum hafi verið bjargað úr rústunum og er fimm enn saknað.

Um 300 hermenn voru í blokkinni þegar hún hrundi. Endurbætur voru gerðar á blokkinni fyrir tveimur árum og leikur grunur á að slæleg vinnubrögð hafi valdið atvikinu. Rannsókn er þegar hafin.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sent aðstandendum hinna látnu samúðarkveðjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×