Erlent

Gíslatökunni í París lokið

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun fataverslunarinnar Primark í London. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Verslun fataverslunarinnar Primark í London. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Átján starfsmönnum Primark-verslunar í París sem haldið var í gíslingu af vopnuðum mönnum eru nú lausir. Talsmaður lögreglunnar í borginni greindi frá þessu fyrir skemmstu.

Í frétt Le Figaro segir að tveir eða þrír vopnaðir menn hafi ráðist inn í verslunina um hálf sjö að staðartíma, en verslunin er í Villeneuve-la-Garenne, norður af miðborg Parísar.

Að sögn lögreglu voru starfsmönnunum sleppt um hálf ellefu að staðartíma. Enginn hafi særst þó að mörgum sé brugðið.

Uppfært 9:50: Að sögn franskra fjölmiðla er enn ekki búið að handsama ræningjana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×