Erlent

Telja sig hafa náð að stöðva útbreiðslu MERS

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Heilbrigðisyfirvöld telja að útbreiðsla MERS-veirunnar í Suður-Kóreu hafi verið stöðvuð. Engin ný tilfelli hafa komið upp í sjö daga, en enn er þó talin þörf á að halda tæplega fimm hundruð manns í einangrun vegna gruns um smit.

MERS-veiran hefur haft mikil áhrif á þúsundir einstaklinga, en yfir 2.900 skólum hefur þurft að loka og nokkrum sjúkrahúsum. Alls hafa 36 látist af völdum veirunnar af þeim 186 sem með hana hafa greinst síðan hún gerði fyrst vart við sig í maí.

Veiran getur valdið bráðri lungnabólgu með hita, öndunarerfiðleikum og nýrnabilun, en er ekki sögð bráðsmitandi. Varað hefur verið við ferðalögum til landsins. 


Tengdar fréttir

Tæplega 6000 í einangrun í Suður-Kóreu

Þrír til viðbótar hafa látist úr MERS-veirunni en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir þó ýmislegt benda til þess að smitum sé að fækka.

Fjölmargir smitaðir

Mikill viðbúnaður er nú í Suður-Kóreu vegna MERS-veirunnar,

Mikill viðbúnaður vegna MERS

Að minnsta kosti þrettán eru látnir og 120 sýktir af MERS-veirunni svokölluðu í Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×