Erlent

25 almennir borgarar létust í sjálfsmorðsárás

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/epa
Að minnsta kosti tuttugu og fimm létust og tíu særðust er bílsprengja sprakk við bandaríska herstöð í suðausturhluta Afghanistan í dag. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða en engin hefur lýst tilræðinu á hendur sér.

Árásin átti sér stað í námunda við eftirlitsstöð í útjaðri borgarinnar Khost. Engan starfsmann Bandaríkjahers sakaði, en allir þeir sem létust voru almennir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×