Erlent

Framtíðarfyrirkomulag kjarnorkuáætlunar líklega kynnt á morgun

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Viðræður hafa staðið yfir í Vínarborg.
Viðræður hafa staðið yfir í Vínarborg. vísir/epa
Talið er líklegt að lausn sé loks í sjónmáli í kjarnorkuviðræðum stórveldanna sex við Íran og að samningurinn verði kynntur hlutaðeigandi aðilum á morgun. Nú sé unnið að því að hnýta einhverja lausa enda; tæknileg atriði og þýðingar.

Viðræður hafa staðið yfir í Vínarborg undanfarna mánuði og lokafrestur ítrekað komið og farið. Vesturveldin hafa sagt ekkert liggja á, en Íranar hafa sakað þau um að draga lappirnar í viðræðunum. Framtíðarfyrirkomulag virðist nú loks í augsýn og þrettán ára pattstöðu því hugsanlega lokið.

Rammasamkomulag náðist í apríl en í því felst að Íranar dragi verulega úr kjarnorkuáætlun sinni og takmarki auðgun úrans og annarra geislavirkra efna sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Í staðinn verður dregið verulega úr alþjóðlegum viðskiptaþvingunum og bönnum gegn Íran, sem hafa leikið efnahag landsins grátt árum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×