Enski boltinn

Schweinsteiger sendir stuðningsmönnum Bayern hjartnæm skilaboð

Bastian Schweinsteiger verður fyrsti Þjóðverjinn til að spila fyrir aðallið Manchester United.
Bastian Schweinsteiger verður fyrsti Þjóðverjinn til að spila fyrir aðallið Manchester United. vísir/getty
Bastian Schweinsteiger hefur sent stuðningsmönnum FC Bayern skilaboð þar sem hann útskýrir ástæðu þess að hann yfirgefi FC Bayern og gangi til við Manchester United.

"Kæru stuðningsmenn Bayern. Það hefur mikið verð rætt og ritað um framtíð mína undanfarnar vikur og mánuði og mig langar til að þakka ykkur fyrir frábæran tíma sem við höfum átt saman.

Þetta hófst allt á Ólympíuleikvanginum og hélt svo áfram á Allianz Arena. Þetta var frábær tími og við upplifðum mörg frábær augnablik, 15 titla í Þýskalandi, þ.m.t. sögulega þrennu o.fl.

Það verða alltaf tengsl á milli okkar og þið munið alltaf eiga stað í mínu hjarta. Ég vil einnig þakka öllu starfsfólkinu á Sabener Strasse (æfingavellinum) fyrir frábæran tíma. Því miður get ég ekki talið upp nöfn allra, en takk fyrir, þið hjálpuðu mér mikið.

Ég vona að þið, kæru stuðningsmenn, skiljið að ég kaus þess leið núna. Ég tel þetta vera frábæra áskorun og ég hlakka til, en ég mun þó aldrei gleyma ykkur.

Ég mun alltaf geyma ykkur í hjarta mér og ég vona að við sjáumst aftur síðar. Ykkar, Basti," segir í tilkynningunni sem Schweinsteiger las inn á vídeó.

Schweinsteiger verður fyrsti Þjóðverjinn tila ð spila með aðalliði Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×