Segir lausnina að tryggja ungu fólki ódýrar lóðir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 12. júlí 2015 13:49 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stefnu meirihlutans í borginni varðandi húsnæðisvanda ungs fólks vera komna í óefni. Lausnin sé að tryggja framboð á ódýrari lóðum. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að mikil hætta væri á því að þjóðin missti ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn væri eins og villta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Algjör viðskilnaður hefði átt sér stað á tveimur áratugum milli fasteignaverðs og launa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur undir þessar áhyggjur. Lausnin sé hins vegar ekki sú að búa til nýtt félagslegt húsnæðiskerfi og gera sem flest ungt fólk að leiguliðum. „Heldur er lausnin miklu frekar sú að taka upp aftur þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi á sínum tíma við lóðaúthlutanir í borginni og tryggja framboð á ódýrum lóðum. Ef þú tryggir framboð á ódýrum lóðum þá munu verktakar og einstaklingar laga sig að því; geta fengið ódýrar lóðir og byggt þá ódýr húsnæði,“ segir Kjartan. Þessi lausn myndi ekki fela í sér tekjutap fyrir borgina. „Ég held að ef að borgin hefði síðustu tíu-fimmtán árin markvisst boðið ódýrar lóðir þá hefði borgin jafnvel fengið meiri tekjur en hún hefur haft af sölu lóða vegna þess að þá hefði hún haft mun fleiri og sterkari útsvarsbeiðendur en hún hefur núna.“ Hann segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vera einn af höfundum þeirrar stefnu í húsnæðismálum að selja lóðir háu verði. Nú þegar allt sé komið í óefni vilji meirihlutinn hins vegar ekki viðurkenna mistökin og því sé ekki hlustað á gagnrýnisraddir minnihlutans. „En því miður þá hefur meirihlutinn skellt skollaeyrum við ábendingum okkar að þessu leiti og unga fólkið líður fyrir það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stefnu meirihlutans í borginni varðandi húsnæðisvanda ungs fólks vera komna í óefni. Lausnin sé að tryggja framboð á ódýrari lóðum. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að mikil hætta væri á því að þjóðin missti ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn væri eins og villta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Algjör viðskilnaður hefði átt sér stað á tveimur áratugum milli fasteignaverðs og launa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur undir þessar áhyggjur. Lausnin sé hins vegar ekki sú að búa til nýtt félagslegt húsnæðiskerfi og gera sem flest ungt fólk að leiguliðum. „Heldur er lausnin miklu frekar sú að taka upp aftur þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi á sínum tíma við lóðaúthlutanir í borginni og tryggja framboð á ódýrum lóðum. Ef þú tryggir framboð á ódýrum lóðum þá munu verktakar og einstaklingar laga sig að því; geta fengið ódýrar lóðir og byggt þá ódýr húsnæði,“ segir Kjartan. Þessi lausn myndi ekki fela í sér tekjutap fyrir borgina. „Ég held að ef að borgin hefði síðustu tíu-fimmtán árin markvisst boðið ódýrar lóðir þá hefði borgin jafnvel fengið meiri tekjur en hún hefur haft af sölu lóða vegna þess að þá hefði hún haft mun fleiri og sterkari útsvarsbeiðendur en hún hefur núna.“ Hann segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vera einn af höfundum þeirrar stefnu í húsnæðismálum að selja lóðir háu verði. Nú þegar allt sé komið í óefni vilji meirihlutinn hins vegar ekki viðurkenna mistökin og því sé ekki hlustað á gagnrýnisraddir minnihlutans. „En því miður þá hefur meirihlutinn skellt skollaeyrum við ábendingum okkar að þessu leiti og unga fólkið líður fyrir það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira