Segir lausnina að tryggja ungu fólki ódýrar lóðir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 12. júlí 2015 13:49 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stefnu meirihlutans í borginni varðandi húsnæðisvanda ungs fólks vera komna í óefni. Lausnin sé að tryggja framboð á ódýrari lóðum. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að mikil hætta væri á því að þjóðin missti ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn væri eins og villta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Algjör viðskilnaður hefði átt sér stað á tveimur áratugum milli fasteignaverðs og launa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur undir þessar áhyggjur. Lausnin sé hins vegar ekki sú að búa til nýtt félagslegt húsnæðiskerfi og gera sem flest ungt fólk að leiguliðum. „Heldur er lausnin miklu frekar sú að taka upp aftur þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi á sínum tíma við lóðaúthlutanir í borginni og tryggja framboð á ódýrum lóðum. Ef þú tryggir framboð á ódýrum lóðum þá munu verktakar og einstaklingar laga sig að því; geta fengið ódýrar lóðir og byggt þá ódýr húsnæði,“ segir Kjartan. Þessi lausn myndi ekki fela í sér tekjutap fyrir borgina. „Ég held að ef að borgin hefði síðustu tíu-fimmtán árin markvisst boðið ódýrar lóðir þá hefði borgin jafnvel fengið meiri tekjur en hún hefur haft af sölu lóða vegna þess að þá hefði hún haft mun fleiri og sterkari útsvarsbeiðendur en hún hefur núna.“ Hann segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vera einn af höfundum þeirrar stefnu í húsnæðismálum að selja lóðir háu verði. Nú þegar allt sé komið í óefni vilji meirihlutinn hins vegar ekki viðurkenna mistökin og því sé ekki hlustað á gagnrýnisraddir minnihlutans. „En því miður þá hefur meirihlutinn skellt skollaeyrum við ábendingum okkar að þessu leiti og unga fólkið líður fyrir það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stefnu meirihlutans í borginni varðandi húsnæðisvanda ungs fólks vera komna í óefni. Lausnin sé að tryggja framboð á ódýrari lóðum. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að mikil hætta væri á því að þjóðin missti ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn væri eins og villta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Algjör viðskilnaður hefði átt sér stað á tveimur áratugum milli fasteignaverðs og launa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur undir þessar áhyggjur. Lausnin sé hins vegar ekki sú að búa til nýtt félagslegt húsnæðiskerfi og gera sem flest ungt fólk að leiguliðum. „Heldur er lausnin miklu frekar sú að taka upp aftur þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi á sínum tíma við lóðaúthlutanir í borginni og tryggja framboð á ódýrum lóðum. Ef þú tryggir framboð á ódýrum lóðum þá munu verktakar og einstaklingar laga sig að því; geta fengið ódýrar lóðir og byggt þá ódýr húsnæði,“ segir Kjartan. Þessi lausn myndi ekki fela í sér tekjutap fyrir borgina. „Ég held að ef að borgin hefði síðustu tíu-fimmtán árin markvisst boðið ódýrar lóðir þá hefði borgin jafnvel fengið meiri tekjur en hún hefur haft af sölu lóða vegna þess að þá hefði hún haft mun fleiri og sterkari útsvarsbeiðendur en hún hefur núna.“ Hann segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vera einn af höfundum þeirrar stefnu í húsnæðismálum að selja lóðir háu verði. Nú þegar allt sé komið í óefni vilji meirihlutinn hins vegar ekki viðurkenna mistökin og því sé ekki hlustað á gagnrýnisraddir minnihlutans. „En því miður þá hefur meirihlutinn skellt skollaeyrum við ábendingum okkar að þessu leiti og unga fólkið líður fyrir það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira