Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2015 23:03 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, lagði tillögurnar fyrir gríska þingið. Vísir/EPA Gríska þingið ræðir nú nýjar tillögur fyrir kröfuhafa sína sem ríkisstjórn Alexis Tsipras skilaði til kröfuhafanna í gær. Umræðan hófst seinni partinn en gert er ráð fyrir því að þingið kjósi um tillögurnar snemma í fyrramálið. Í tillögunum felst meðal annars 13 milljarða evra niðurskurður, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna. Guardian greinir frá því að tillögurnar innihaldi einnig endurskoðun á lífeyriskerfi landsins og skattaafsláttum sem herinn og íbúar á grískum eyjum njóta. Samkvæmt BBC innihalda tillögurnar líka eftirfarandi: skattahækkanir á flutningafyrirtæki, samræmingu flestra virðisaukaskattsflokka í 23 prósent, 300 milljóna evra niðurskurð til varnarmála, einkavæðingu hafna og sölu á hlutum ríkisins í fjarskiptafélaginu OTE, breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi og niðurfellingu á sérstökum skattaafsláttum til ríkra grískra eyja. Hluti af tillögunum er sá sami og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkland og Ítalía hafa fagnað tillögunum en Þýskaland, sem Grikkland skuldar hvað mest, varaði við því að lítið rými væri fyrir málamiðlanir. Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns en sagði það skýrt að kjósendur hefðu ekki með niðurstöðum þjóðaratkvæðisgreiðslunnar fallist á að ganga úr evrusamstarfinu. Hann viðurkenndi að ríkisstjórn hans hefði gert mistök síðastliðna hálfa ár þeirra við stjórnvölinn og lýsti samskiptunum við kröfuhafana eins og stríði. Leiðtogar í Evrópu verja helginni í neyðarumræður um skuldavandamál Grikkja. Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Gríska þingið ræðir nú nýjar tillögur fyrir kröfuhafa sína sem ríkisstjórn Alexis Tsipras skilaði til kröfuhafanna í gær. Umræðan hófst seinni partinn en gert er ráð fyrir því að þingið kjósi um tillögurnar snemma í fyrramálið. Í tillögunum felst meðal annars 13 milljarða evra niðurskurður, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna. Guardian greinir frá því að tillögurnar innihaldi einnig endurskoðun á lífeyriskerfi landsins og skattaafsláttum sem herinn og íbúar á grískum eyjum njóta. Samkvæmt BBC innihalda tillögurnar líka eftirfarandi: skattahækkanir á flutningafyrirtæki, samræmingu flestra virðisaukaskattsflokka í 23 prósent, 300 milljóna evra niðurskurð til varnarmála, einkavæðingu hafna og sölu á hlutum ríkisins í fjarskiptafélaginu OTE, breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi og niðurfellingu á sérstökum skattaafsláttum til ríkra grískra eyja. Hluti af tillögunum er sá sami og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkland og Ítalía hafa fagnað tillögunum en Þýskaland, sem Grikkland skuldar hvað mest, varaði við því að lítið rými væri fyrir málamiðlanir. Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns en sagði það skýrt að kjósendur hefðu ekki með niðurstöðum þjóðaratkvæðisgreiðslunnar fallist á að ganga úr evrusamstarfinu. Hann viðurkenndi að ríkisstjórn hans hefði gert mistök síðastliðna hálfa ár þeirra við stjórnvölinn og lýsti samskiptunum við kröfuhafana eins og stríði. Leiðtogar í Evrópu verja helginni í neyðarumræður um skuldavandamál Grikkja.
Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00
Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00
Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29