Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2015 23:03 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, lagði tillögurnar fyrir gríska þingið. Vísir/EPA Gríska þingið ræðir nú nýjar tillögur fyrir kröfuhafa sína sem ríkisstjórn Alexis Tsipras skilaði til kröfuhafanna í gær. Umræðan hófst seinni partinn en gert er ráð fyrir því að þingið kjósi um tillögurnar snemma í fyrramálið. Í tillögunum felst meðal annars 13 milljarða evra niðurskurður, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna. Guardian greinir frá því að tillögurnar innihaldi einnig endurskoðun á lífeyriskerfi landsins og skattaafsláttum sem herinn og íbúar á grískum eyjum njóta. Samkvæmt BBC innihalda tillögurnar líka eftirfarandi: skattahækkanir á flutningafyrirtæki, samræmingu flestra virðisaukaskattsflokka í 23 prósent, 300 milljóna evra niðurskurð til varnarmála, einkavæðingu hafna og sölu á hlutum ríkisins í fjarskiptafélaginu OTE, breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi og niðurfellingu á sérstökum skattaafsláttum til ríkra grískra eyja. Hluti af tillögunum er sá sami og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkland og Ítalía hafa fagnað tillögunum en Þýskaland, sem Grikkland skuldar hvað mest, varaði við því að lítið rými væri fyrir málamiðlanir. Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns en sagði það skýrt að kjósendur hefðu ekki með niðurstöðum þjóðaratkvæðisgreiðslunnar fallist á að ganga úr evrusamstarfinu. Hann viðurkenndi að ríkisstjórn hans hefði gert mistök síðastliðna hálfa ár þeirra við stjórnvölinn og lýsti samskiptunum við kröfuhafana eins og stríði. Leiðtogar í Evrópu verja helginni í neyðarumræður um skuldavandamál Grikkja. Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Gríska þingið ræðir nú nýjar tillögur fyrir kröfuhafa sína sem ríkisstjórn Alexis Tsipras skilaði til kröfuhafanna í gær. Umræðan hófst seinni partinn en gert er ráð fyrir því að þingið kjósi um tillögurnar snemma í fyrramálið. Í tillögunum felst meðal annars 13 milljarða evra niðurskurður, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna. Guardian greinir frá því að tillögurnar innihaldi einnig endurskoðun á lífeyriskerfi landsins og skattaafsláttum sem herinn og íbúar á grískum eyjum njóta. Samkvæmt BBC innihalda tillögurnar líka eftirfarandi: skattahækkanir á flutningafyrirtæki, samræmingu flestra virðisaukaskattsflokka í 23 prósent, 300 milljóna evra niðurskurð til varnarmála, einkavæðingu hafna og sölu á hlutum ríkisins í fjarskiptafélaginu OTE, breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi og niðurfellingu á sérstökum skattaafsláttum til ríkra grískra eyja. Hluti af tillögunum er sá sami og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkland og Ítalía hafa fagnað tillögunum en Þýskaland, sem Grikkland skuldar hvað mest, varaði við því að lítið rými væri fyrir málamiðlanir. Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns en sagði það skýrt að kjósendur hefðu ekki með niðurstöðum þjóðaratkvæðisgreiðslunnar fallist á að ganga úr evrusamstarfinu. Hann viðurkenndi að ríkisstjórn hans hefði gert mistök síðastliðna hálfa ár þeirra við stjórnvölinn og lýsti samskiptunum við kröfuhafana eins og stríði. Leiðtogar í Evrópu verja helginni í neyðarumræður um skuldavandamál Grikkja.
Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00
Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00
Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29