Þyngsti dómur yfir kvenmanni í 34 ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2015 15:45 Þrjátíu og fjögur ár eru liðin frá því að kona hlaut svo þungan dóm í morðmáli. Frá árinu 1992 hafa fimm konur verið dæmdar fyrir morð hér á landi. Þyngsti dómurinn var 16 ár, en hann var kveðinn upp í dag yfir Danutu Kaliszewska. Vægasti dómurinn var var yfir Agné Krataviciuté, þrjú ár, en hún var sögð hafa kyrkt nýfætt sveinbarn sitt. Ein var dæmd ósakhæf. Tveir dæmdir í lífstíðarfangelsi Hér á landi hafa komið upp 36 morðmál frá árinu 1992. Algengasta refsing karlmanna er sextán ár, en síðasti slíki dómur sem féll hér á landi var fyrir Friðriki Brynjari Friðrikssyni árið 2013. Þyngsti dómur sem fallið hefur hérlendis var yfir Þórði Jóhanni Eyþórssyni, tuttugu ár. Þórður var í Hæstarétti árið 1983 dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp og var á reynslulausn frá afplánun dómsins árið 1993 þegar hann framdi annað morð. Fjögur ár bættust því ofan á dóminn. Mál Þórðar telst þó einstakt því upphaflega var hann í héraðsdómi dæmdur í ævilangt fangelsi. Dómnum var áfrýjað og var afstaða dómara í Hæstarétti klofin. Varð niðurstaðan því tuttugu ár. Einu sinni áður hefur sakborningur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, en það var Sævar Ciesielski. Dómurinn var svo mildaður í 17 ár. Sigurhanna Vilhjálmsdóttir var dæmd í átta ára fangelsi árið 2002.mynd/timarit.is Þá hafa átta konur verið myrtar hér á landi á undanförnum tuttugu árum, þar af sex svokölluð kvenmorð, sem er angi af ofbeldi sem konur verða fyrir og skilgreint sem kynbundið ofbeldi. Refsingar náðu frá 5 árum allt til átján ára, þar sem algengasta refsing var sextán ár. Tvö börn - fjórir sambýlismenn Jónína Sigríður Guðmundsdóttir var tvítug þegar Hæstiréttur dæmdi hana til sex ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hinn 11.janúar 1992. Hún er sögð hafa lagt manninn flökunarhnífi í hjartastað á heimili þeirra í Vestmanneyjum, að því er sagði í Morgunblaðinu. Sigurhanna Vilhjálmsdóttir var dæmd í átta ára fangelsi árið 2002 fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum með þremur hnífstungum á heimili þeirra á Grettisgötu í mars sama ár. Hildur Árdís Sigurðardóttir, eða Hagamelsmóðirin líkt og hún var jafnan kölluð, var sakfelld fyrir að verða dóttur sinni að bana og veita syni sínum lífshættulega áverka á heimili þeirra árið 2004. Hún var fundin ósakhæf samkvæmt geðrannsóknum og dæmd í öryggisgæslu og til vistunar á Réttargeðdeildinni að Sogni. Úr Morgunblaðinu sunnudaginn 1. febrúar 1981þmynd/timarit.is Agné Krataviciuté var fundin sek fyrir að hafa banað nýfæddu sveinbarni sínu á Hótel Fróni sumarið 2011 og koma því fyrir í ruslagámi við hóteli, þar sem hún starfaði. Hún neitaði sök frá upphafi og sagðist ekki kannast við að hafa eignast barn. Hún var dæmd í þriggja ára fangelsi. Þá var Danuta Kaliszewska dæmd í sextán ára fangelsi í dag fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði. Banamein mannsins var stungusár en Danuta neitaði sök í málinu. Þrjátíu og fjögur ár eru liðin síðan kona hlaut svo þungan dóm í morðmáli hér á landi. Sá var yfir Björgu Benjamínsdóttur sem játaði að hafa brennt eiginmann sinn til bana á heimili þeirra í Breiðholti. Kvaðst hún hafa keypt bensín sem hún hafi hellt yfir manninn og borið eld að. Dómurinn yfir Björgu var svo mildaður í 14 ár í Hæstarétti. Verjandi Danutu sagði í samtali við Visi að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort dómi hennar verði áfrýjað. Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Friðrik Brynjar fékk 16 ára fangelsisdóm í október fyrir morð á Karli Jónssyni. Hann áfrýjaði dómnum. 29. apríl 2014 13:33 Tveggja ára fangelsi fyrir að verða barni sínu að bana Agné Krataviciuté, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa orðið nýfæddu sveinbarni sínu að bana í júlí á síðasta ári, veita því skurðáverka í andliti og koma líkama þess fyrir í ruslageymslu Hótel Frón, þar sem Agné starfaði við þrif. Dómari kvað upp úrskurð nú fyrir stundu. 28. mars 2012 11:36 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Manndráp í Hafnarfirði: Dæmd í 16 ára fangelsi Danuta Kaliszewska var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði hinn 14. febrúar síðastliðinn. 10. júlí 2015 13:30 Harmleikur á Hótel Frón: Móðirin neitar sök Mál gegn ungri konu, sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í sumar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Konan er ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Konan neitaði sök við þingfestinguna. 10. nóvember 2011 12:07 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Frá árinu 1992 hafa fimm konur verið dæmdar fyrir morð hér á landi. Þyngsti dómurinn var 16 ár, en hann var kveðinn upp í dag yfir Danutu Kaliszewska. Vægasti dómurinn var var yfir Agné Krataviciuté, þrjú ár, en hún var sögð hafa kyrkt nýfætt sveinbarn sitt. Ein var dæmd ósakhæf. Tveir dæmdir í lífstíðarfangelsi Hér á landi hafa komið upp 36 morðmál frá árinu 1992. Algengasta refsing karlmanna er sextán ár, en síðasti slíki dómur sem féll hér á landi var fyrir Friðriki Brynjari Friðrikssyni árið 2013. Þyngsti dómur sem fallið hefur hérlendis var yfir Þórði Jóhanni Eyþórssyni, tuttugu ár. Þórður var í Hæstarétti árið 1983 dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp og var á reynslulausn frá afplánun dómsins árið 1993 þegar hann framdi annað morð. Fjögur ár bættust því ofan á dóminn. Mál Þórðar telst þó einstakt því upphaflega var hann í héraðsdómi dæmdur í ævilangt fangelsi. Dómnum var áfrýjað og var afstaða dómara í Hæstarétti klofin. Varð niðurstaðan því tuttugu ár. Einu sinni áður hefur sakborningur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, en það var Sævar Ciesielski. Dómurinn var svo mildaður í 17 ár. Sigurhanna Vilhjálmsdóttir var dæmd í átta ára fangelsi árið 2002.mynd/timarit.is Þá hafa átta konur verið myrtar hér á landi á undanförnum tuttugu árum, þar af sex svokölluð kvenmorð, sem er angi af ofbeldi sem konur verða fyrir og skilgreint sem kynbundið ofbeldi. Refsingar náðu frá 5 árum allt til átján ára, þar sem algengasta refsing var sextán ár. Tvö börn - fjórir sambýlismenn Jónína Sigríður Guðmundsdóttir var tvítug þegar Hæstiréttur dæmdi hana til sex ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hinn 11.janúar 1992. Hún er sögð hafa lagt manninn flökunarhnífi í hjartastað á heimili þeirra í Vestmanneyjum, að því er sagði í Morgunblaðinu. Sigurhanna Vilhjálmsdóttir var dæmd í átta ára fangelsi árið 2002 fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum með þremur hnífstungum á heimili þeirra á Grettisgötu í mars sama ár. Hildur Árdís Sigurðardóttir, eða Hagamelsmóðirin líkt og hún var jafnan kölluð, var sakfelld fyrir að verða dóttur sinni að bana og veita syni sínum lífshættulega áverka á heimili þeirra árið 2004. Hún var fundin ósakhæf samkvæmt geðrannsóknum og dæmd í öryggisgæslu og til vistunar á Réttargeðdeildinni að Sogni. Úr Morgunblaðinu sunnudaginn 1. febrúar 1981þmynd/timarit.is Agné Krataviciuté var fundin sek fyrir að hafa banað nýfæddu sveinbarni sínu á Hótel Fróni sumarið 2011 og koma því fyrir í ruslagámi við hóteli, þar sem hún starfaði. Hún neitaði sök frá upphafi og sagðist ekki kannast við að hafa eignast barn. Hún var dæmd í þriggja ára fangelsi. Þá var Danuta Kaliszewska dæmd í sextán ára fangelsi í dag fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði. Banamein mannsins var stungusár en Danuta neitaði sök í málinu. Þrjátíu og fjögur ár eru liðin síðan kona hlaut svo þungan dóm í morðmáli hér á landi. Sá var yfir Björgu Benjamínsdóttur sem játaði að hafa brennt eiginmann sinn til bana á heimili þeirra í Breiðholti. Kvaðst hún hafa keypt bensín sem hún hafi hellt yfir manninn og borið eld að. Dómurinn yfir Björgu var svo mildaður í 14 ár í Hæstarétti. Verjandi Danutu sagði í samtali við Visi að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort dómi hennar verði áfrýjað.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Friðrik Brynjar fékk 16 ára fangelsisdóm í október fyrir morð á Karli Jónssyni. Hann áfrýjaði dómnum. 29. apríl 2014 13:33 Tveggja ára fangelsi fyrir að verða barni sínu að bana Agné Krataviciuté, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa orðið nýfæddu sveinbarni sínu að bana í júlí á síðasta ári, veita því skurðáverka í andliti og koma líkama þess fyrir í ruslageymslu Hótel Frón, þar sem Agné starfaði við þrif. Dómari kvað upp úrskurð nú fyrir stundu. 28. mars 2012 11:36 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Manndráp í Hafnarfirði: Dæmd í 16 ára fangelsi Danuta Kaliszewska var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði hinn 14. febrúar síðastliðinn. 10. júlí 2015 13:30 Harmleikur á Hótel Frón: Móðirin neitar sök Mál gegn ungri konu, sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í sumar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Konan er ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Konan neitaði sök við þingfestinguna. 10. nóvember 2011 12:07 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Dæmdur morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Friðrik Brynjar fékk 16 ára fangelsisdóm í október fyrir morð á Karli Jónssyni. Hann áfrýjaði dómnum. 29. apríl 2014 13:33
Tveggja ára fangelsi fyrir að verða barni sínu að bana Agné Krataviciuté, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa orðið nýfæddu sveinbarni sínu að bana í júlí á síðasta ári, veita því skurðáverka í andliti og koma líkama þess fyrir í ruslageymslu Hótel Frón, þar sem Agné starfaði við þrif. Dómari kvað upp úrskurð nú fyrir stundu. 28. mars 2012 11:36
Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37
Manndráp í Hafnarfirði: Dæmd í 16 ára fangelsi Danuta Kaliszewska var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði hinn 14. febrúar síðastliðinn. 10. júlí 2015 13:30
Harmleikur á Hótel Frón: Móðirin neitar sök Mál gegn ungri konu, sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í sumar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Konan er ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Konan neitaði sök við þingfestinguna. 10. nóvember 2011 12:07