Lífið

Nike-gleðskapur leggur undir sig Gamla bíó

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Benni B-Ruff eru á meðal þeirra sem koma fram í kvöld.
Benni B-Ruff eru á meðal þeirra sem koma fram í kvöld. mynd/Brynjar Snær
Mikið er um að vera í Gamla bíói í kvöld þegar hið margumtalaða Sneakerball Nike-teiti fer þar fram.

Þetta er í annað sinn sem viðburðurinn fer fram hér á landi og í fyrra mættu um 1.500 manns en teitið er lokað og einungis boðsmiðar sem veita aðgang.

Mikið er lagt í tónlistaratriðin en þeir sem koma fram eru Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur og Benni B-Ruff. „Ég verð með svipað sett og ég var með á Sónar. Þá er ég að blanda saman minni tónlist og annarra manna tónlist og er líka að blanda saman dj-setti og læf-setti,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff, spurður út í hans tónleika í teitinu. Með honum á sviðinu verða þau Ari Bragi Kárason trompetleikari, söngkonan Matty og Charlie Marlowe.

Gísli Pálmi kann vel við sig í Nike.
Gísli Pálmi hefur notið gífurlegra vinsælda og nýja platan hans fengið frábæra dóma og þá er Úlfur Úlfur einnig nýbúin að senda frá sér nýja plötu. 

Sneakerball-partí sem þessi eru haldin víðs vegar um heim til að kynna vörumerkið Nike og þurfa þeir aðilar sem sækja partíið að vera í Nike-skóm.

„Ég hef alltaf verið mikill Nike-maður og Jordan-maður og hef fílað Nike síðan það poppaði upp þegar maður var polli. 23 verður líklegast fyrir valinu í kvöld,“ segir Benni B-Ruff spurður út skóbúnaðinn. Stuðið hefst klukkan 21.00 og fólk þarf að verða sér úti um boðsmiða ef það ætlar að upplifa hina einstöku Nike-dýrð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×