Enski boltinn

Marcos Rojo sektaður um tveggja vikna laun hjá United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcos Rojo kom ekki á föstudaginn eins og stóð stil.
Marcos Rojo kom ekki á föstudaginn eins og stóð stil. vísir/getty
Marcos Rojo, varnarmaður Manchester United, verður sektaður um tveggja vikna laun, að því fram kemur í frétt Daily Mail, fyrir að koma ekki í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna á föstudaginn eins og til stóð.

Ólíkt samalanda sínum Ángel di María, sem einnig fékk lengra frí eftir Suður-Ameríkukeppnina, er Rojo ekki að reyna að komast til PSG og hefur því engan látið vita hvers vegna hann kom ekki til móts við liðið um helgina eins og Di María.

Rojo gleymdi einafldlega að endurnýja vegabréfið sitt og var því ekki hleypt um borð í flugvélina sem átti að fara með hann frá Argentínu til San Jose á föstudaginn.

Louis van Gaal er sagður allt annað en ánægður með trassaskap Rojo sem verður sektaður um tveggja vikna laun fyrir vikið, en það gerir um 140.000 pund.

Manchester United á eftir að spila gegn Paris Saint-Germain áður en liðið heldur heim og tekur lokasprettinn í undirbúningnum fyrir fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Tottenham 8. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×