Avaldsnes vann mikilvægan sigur á Røa í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur urðu 1-0.
Eina mark leiksins kom á 53. mínútu, en markið skoraði Elise Thornes eftir sendingu frá Karina Sævik.
Hólmfríður Magnúsdóttir var tekinn af velli í uppbótartíma, en hún fékk nokkur ágætis færi til þess að skora. Þórunn Helga Jónsdóttir sat allan tímann á bekknum.
Íslendingarliðin Avaldsnes og Klepp eru nú með jafn mörg stig í öðru til þriðja sæti.
Mikilvægur sigur Avaldsnes í toppbaráttunni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



