Erlent

Dregur úr atvinnuleysi á Spáni

Atli Ísleifsson skrifar
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í sjónvarpsávarpi að aldrei áður hafi svo mörg störf skapast í landinu á einum ársfjórðungi.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í sjónvarpsávarpi að aldrei áður hafi svo mörg störf skapast í landinu á einum ársfjórðungi. Vísir/AFP
Verulega dró úr atvinnuleysi á Spáni á öðrum ársfjórðungi. Samkvæmt tölum frá hagstofu landsins segir að atvinnuleysi hafi mælst 22,4 prósent, samanborið við 23,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi.

Í frétt Reuters segir að hagfræðingar hafi ekki búist við að atvinnuleysi myndi svo mikið. Samtals voru 5,15 milljónir Spánverja skráðir atvinnulausir á öðrum ársfjóðrungi, 295 þúsund færri en á fyrsta ársfjóðrungi.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í sjónvarpsávarpi að aldrei áður hafi svo mörg störf skapast á einum ársfjórðungi, en viðurkenndi að fjölmargir ættu í vandræðum með að ná endum saman.

Hlutfall atvinnulausra á Spáni er enn það næst hæsta í aðildarríkjum ESB, en hlutfallið er hæst í Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×