Erlent

Berlusconi segir Pútín vilja gera sig að efnahagsmálaráðherra Rússlands

Atli ísleifsson skrifar
Silvio Berlusconi er umdeildur maður.
Silvio Berlusconi er umdeildur maður. Vísir/AFP
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji veita sér rússneskan ríkisborgararétt og gera að efnahagsmálaráðherra landsins.

Ítalska blaðið La Stampa greinir frá orðum Berlusconi. „Á Ítalíu hefur mér verið komið fyrir á áhorfendabekknum, en Pútín hefur sagt að hann vilji veita mér rússneskan ríkisborgararétt og gera mig að yfirmanni í efnahagsmálaráðuneyti landsins.“

Berlusconi hefur á síðustu árum verið dæmdur fyrir mútu- og skattalagabrot.

Pútín og Berlusconi hafa verið vinir um langt skeið, en Berlusconi hét því í nýlegri heimsókn Pútíns til Ítalíu að Forza Italia, flokkur Berlusconi, myndi berjast gegn viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins á hendur Rússum.

Dimitry Peskov, talsmaður Kremlhallar, segir að orð Pútíns bæri ekki að taka of alvarlega og að þetta væri frekar leið til að lýsa yfir stuðning við gamlan vin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×