Erlent

Hringdi í neyðarlínuna til að fá aðstoð við að laga loftræstingu

Bjarki Ármannsson skrifar
Turner er sagður hafa kvartað undan sársauka í brjósti til þess eins að fá aðstoð við að laga loftræstinguna heima hjá sér.
Turner er sagður hafa kvartað undan sársauka í brjósti til þess eins að fá aðstoð við að laga loftræstinguna heima hjá sér. Vísir/Getty
Maður í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var í dag ákærður fyrir að sóa tíma lögreglu. Hinn 26 ára Travis Turner er sagður hafa hringt í neyðarlínuna og kvartað undan sársauka í brjósti til þess eins að fá aðstoð við að laga loftræstinguna heima hjá sér.

Að því er fréttaveitan AP greinir frá, hefur maðurinn áður verið ákærður fyrir slíkt athæfi en sú ákæra dregin til baka. Hann hafi hringt í neyðarlínuna 63 sinnum á síðastliðnum þremur árum vegna ýmissa minni háttar vandamála.

Síðasta hálmsstráið var svo nú á sunnudaginn, þegar maðurinn fékk sjúkrabíl heim til sín. Hann sagði sjúkraliðum að ekkert amaði að honum en bað þá í staðinn um aðstoð við að laga loftræstinguna. Sími mannsins hefur nú verið tekinn úr sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×