Erlent

Fær sakaruppgjöf eftir að hafa drepið íkorna

Atli Ísleifsson skrifar
Sæll íkorni.
Sæll íkorni. Vísir/Getty
Ungur Rússi hefur fengið sakaruppgjöf eftir að hafa verið dæmdur eins árs fangelsi fyrir að drepið íkorna í garði í Pétursborg.

Hinn 19 ára Jelisej Vladimirov skaut íkornann tvívegis og hæfði annað skotið dýrið í höfuðið.

Vladimirov, sem sjálfur er sonur dómara, var dæmdur í árs fangelsi fyrir brot gegn dýralögum fyrr í dag, en var veitt almenna sakaruppgjöf þegar í stað, að því er segir í grein Rosbalt.

Málið hefur vakið mikla athygli í landinu en Vladimirov segist hafa skotið íkornann í sjálfsvörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×