Enski boltinn

Depay opnaði markareikning sinn í nótt | Barcelona vann nauman sigur á LA Galaxy

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Memphis Depay, einn af nýju leikmönnum Manchester United.
Memphis Depay, einn af nýju leikmönnum Manchester United. Vísir/Getty
Memphis Depay, einn af nýju leikmönnum Manchester United var meðal markaskorara í 3-1 sigri liðsins á San Jose Earthquakes í International Champions Cup í nótt.

Louis Van Gaal stillti upp sama byrjunarliði og í síðasta æfingarleik liðsins og komst enska félagið 2-0 yfir með mörkum frá Juan Mata og Depay áður en Fatai Alashe minnkaði muninn fyrir bandaríska félagið.

Andreas Pereira gerði hinsvegar út um leikinn í seinni hálfleik en Van Gaal gerði alls tíu breytingar í hálfleik til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri.

Þá vann Barcelona nauman sigur á LA Galaxy í nótt og kom ekki að sök að hvorki Lionel Messi né Neymar voru í leikmannahóp Börsunga.

Luis Suárez skoraði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og bætti spænski miðjumaðurinn Sergi Roberto við öðru marki þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Tommy Meyer náði að minnka muninn fyrir LA Galaxy á lokamínútum leiksins en lengra komst LA Galaxy ekki og fögnuðu Börsungar því sigri í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×