Erlent

Rannsaka morðhrinu í Brasilíu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Að minnsta kosti þrjátíu og fimm voru myrtir um helgina.
Að minnsta kosti þrjátíu og fimm voru myrtir um helgina. vísir/epa
Lögregluyfirvöld í brasilísku borginni Manaus rannsaka nú morðhrinu sem átti sér stað í borginni um helgina þegar að minnsta kosti 35 voru myrtir.

Talið er að um valdabaráttu glæpagengja hafi verið að ræða sem tengist fíkniefnasmygli og annarri ólöglegri starfsemi.  Þá er jafnframt talið að morðin hafi verið þrælskipulögð því flest þeirra áttu sér stað á sama tíma en á mismunandi stöðum í borginni.

Yfirvöld vinna nú að því að bera kennsl á hina látu ásamt því að reyna að hafa uppi á ódæðismönnunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×