Erlent

Öflug sprenging í Malmö

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Meiðsl mannsins eru sögð minniháttar.
Meiðsl mannsins eru sögð minniháttar. vísir/afp
Einn slasaðist þegar sprengja sprakk í Malmö á Skáni í gær. Talið er sprengdar hafi verið tvær handsprengjur á samkomuhús múslima þar sem um þrjátíu manns voru samankomin í tilefni föstuloka.

Sjónarvottur segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að tveir menn hafi komið á mótorhjólum og fleygt sprengjunum að húsinu. Íbúar í grenndinni sögðu sprengingarnar hafa verið gríðarlega öflugar, svo mjög að allt hafi nötrað og skolfið. Maðurinn sem slasaðist er sagður hafa hlotið minniháttar meiðsl.

Árás þessi er sú þriðja á nokkrum dögum í Malmö. Nú um helgina slasaðist einn maður alvarlega og tveir lítillega í tveimur skotárásum í miðborg Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×