Erlent

Leysti Rubik-kubb á tæpum 5,7 sekúndum

Atli Ísleifsson skrifar
Heimsmetið er 5,25 sekúndur og er í eigu Bandaríkjamanns.
Heimsmetið er 5,25 sekúndur og er í eigu Bandaríkjamanns. Vísir/AFP
Nítján ára Ástrali, Felix Zemdeg leysti Rubik-kubb á 5,695 sekúndum þegar hann bar sigur úr býtum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Sao Paulo í Brasilíu um helgina.

Mótið er haldið á tveggja ára fresti og fór það fyrsta fram árið 1982 þar sem sigurtíminn var 22,95 sekúndur.

Zemdeg vann mótið annað árið í röð og lækkaði í ár meðaltalstíma sinn úr 8,18 sekúndum í 7,56.

Þó að hann hafi náð að leysa einn kubbinn á 5,695 sekúndum á hann þó nokkuð í land að ná heimsmetinu sem er í eigu Bandaríkjamanns – 5,25 sekúndur.

Rubik-kubbur er vinsælt leikfang sem ungverski uppfinningamaðurinn og arkitektinn Ernő Rubik hannaði árið 1974. Á vef Vísindavefsins má sjá að sígilda útgáfan af Rubik-kubbi samanstandi af 26 litlum teningum sem hafa mismunandi litaðar hliðar. „Hægt er að snúa hverri hlið kubbsins og breyta þannig uppröðun litlu teninganna. Markmiðið með leiknum er að snúa kubbnum þar til hver hlið hans hefur aðeins einn lit, það er að ein hlið sé blá, önnur gul og svo framvegis.“

Sjá má myndband af afreki Zemdeg að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×