Erlent

Grískir bankar opnuðu aftur í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir í þrjár vikur.
Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir í þrjár vikur. Vísir/AFP
Bankar í Grikklandi opnuðu aftur í morgun eftir að hafa verið lokaðir í þrjár vikur. Evrópusambandið samþykktu fyrir helgi sérstakt brúarlán til Grikkja, en nú verður samið um 86 milljarða evra neyðarlán til þriggja ára.

Þrátt fyrir að bankar hafi opnað eru enn takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti.

Í frétt BBC segir að þýsk stjórnvöld hafi greint frá því að þau séu reiðubúin að ræða frekari tilslakanir þegar kemur að endurgreiðslum á skuldum gríska ríkisins.

Miklar raðir hafa verið í hraðbönkum í Grikklandi síðustu daga, þar sem fólk hefur beðið eftir að taka út 60 evrur að hámarki á hverjum degi, en takmarkanir voru settar til að hindra áhlaup á bankana.

Frá og með deginum í dag verður sett hámark á úttektir fyrir alla vikuna – 420 evrur, sem samsvarar um 60 þúsund krónum – sem þýðir að Grikkir munu ekki þurfa að bíða í röð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×