Erlent

Ljónaslátrarinn framseldur?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Cecil er sárt saknað.
Cecil er sárt saknað. VÍSIR/AFP
Umhverfisráðherra Zimbabwe vill að Walter James Palmer, tannlæknirinn sem felldi ljónið Cecil, verði framseldur frá Bandaríkjunum til Zimbabwe til að svara fyrir gjörðir sínar.

Yfirvöld í Zimbawe hafa gefið það út að veiðin hafi verið ólögleg og hafa aðstoðarmenn Palmer verið handteknir. Palmer hefur sjálfur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir að veiðin hafi verið lögleg og að öll tilskilin leyfi hafi verið til staðar.

Sjá einnig: Drápið sem gerði allt vitlaust.

Á blaðamannafundi í Harare, höfuðborg Zimbabwe, talaði umhverfisráðherrann um tannlækninn sem „útlenda veiðiþjófinn“.

Veiðin á Cecil hefur vakið hörð viðbrögð en Palmer er í felum vegna málsins. Í gær voru haldin mótmæli fyrir utan tannlæknastofu hans sem verið hefur lokuð undanfarna daga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×