Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 21:38 Sigrún í sjónum. mynd/ermasund sigrúnar Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær. Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær.
Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38
Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13