Erlent

Palestínskur faðir lést af völdum brunasára

Atli Ísleifsson skrifar
Fleiri hundruð manns mættu til útfarar Saad í morgun.
Fleiri hundruð manns mættu til útfarar Saad í morgun. Vísir/AFP
Palestínskur faðir sem missti átján mánaða son sinn Ali í íkveikjuárás á Vesturbakkanum í lok síðasta mánaðar hefur nú látið lífið af völdum sára sinna.

Hópur öfgagyðinga og landtökumanna kveiktu í tveimur húsum í bænum Duma, en foreldrar barnsins, bróðir og annað barn slösuðust einnig. Þau eru öll í lífshættu.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fordæmdi en orðið „hefnd“ var ritað á hebresku á vegg annars hússins.

Þrýstingur hefur aukist á ísraelsk stjórnvöld að taka harðar á ofbeldisfullum landtökumönnum.

Faðirinn, hinn 32 ára Saad Dawabsha, lést á sjúkrahúsi í suðurhluta Ísraels, en hann hafði gengist undir fjölda læknisaðgerða.

Fleiri hundruð manns mættu til útfarar Saad í morgun.


Tengdar fréttir

Segja Ísraela seka um morð á ungbarni

„Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðjuverkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, um árás á Vesturbakka Jórdanár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×