Erlent

Fjórir í áhöfn með áfengi í blóðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Air Baltic er stærsta flugfélag Lettlands og var í þessu tilviki að fljúga fyrir ferðaskrifstofuna Star Tour.
Air Baltic er stærsta flugfélag Lettlands og var í þessu tilviki að fljúga fyrir ferðaskrifstofuna Star Tour. Mynd/Air Baltic
Tveir flugmenn og tvær flugliðar mældust með áfengi í blóðinu skömmu fyrir flugtak á Gardermoen-flugvelli í Ósló í morgun.

Í frétt NRK segir að áhöfnin hafi átt að fljúga vél Air Baltic frá Ósló til Krítar og tafðist brottför um fjóra tíma þar til ný áhöfn hafði verið kölluð út.

Lögregla stöðvaði áhafnarmeðlimina eftir að þeir mældust með meira en 0,2 prómill í blóðinu. Voru þeir fluttir á sjúkrahús þar sem frekari sýni voru tekin.

Air Baltic er stærsta flugfélag Lettlands og var að fljúga fyrir ferðaskrifstofuna Star Tour.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×