Erlent

Lífstíðarfangelsi fyrir skotárás á frumsýningu Batman-myndar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
James Holmes
James Holmes vísir/ap
Kviðdómur í Colorado hefur dæmt James Holmes í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Valið stóð á milli lífstíðarfangelsis eða dauðadóms.

Holmes réðst inn á frumsýningu kvikmyndarinnar Batman: The Dark Knight Rises í Aurora í Colorado þann 20. júlí 2012 og hóf skothríð. Alls létust tólf í árásinni sem varð til þess að frumsýningu myndarinnar var frestað víða um heim.

Andleg veikindi höfðu hrjáð Holmes lengi áður en hann lét til skarar skríða og á meðan fangelsisvist hans stóð var hann margsinnis fluttur á sjúkrahús eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. Saksóknari fór fram á dauðarefsingu yfir honum en til að svo verði verður kviðdómur að vera sammála um það. Svo var ekki í þessu tilviki og lífstíðarfangelsi því raunin.


Tengdar fréttir

Batman-morðinginn sakhæfur og sakfelldur

James Holmes var í kvöld dæmdur fyrir að hafa skotið tólf manns til bana í kvikmyndhúsi í Aurora í Colorado fyrir þremur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×