Erlent

Handtekin fyrir að hringja ítrekað í neyðarlínuna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Löggæslumenn gáfust upp á konunni.
Löggæslumenn gáfust upp á konunni. vísir/afp
Toshiba L. Smith, 41 árs gömul kona fra Macon í Georgíuríki, hefur verið handtekin fyrir að hringja ítrekað í neyðarlínuna þar í landi. Yfirvöld í Bibb-sýslu hafa kært hana fyrir verknaðinn en henni er gefið að sök að hafa misnotað neyðarlínuna ítrekað. AP greinir frá.

Síðan í júní hefur Smith hringt yfir 150 sinnum í neyðarnúmerið 911. Það er oftar en tvisvar á dag að meðaltali. Stundum var ástandið slíkt að lögreglan kom hvergi við á milli útkalla til hennar. Lögreglumenn höfðu ítrekað varað hana við því að héldi hún uppteknum hætti yrði hún handtekin. Svo fór á fimmtudag er hún kvartaði yfir því að nágranni hennar væri að stríða henni.

Smith var sleppt úr haldi eftir að 1.300 dollara, andvirði 175.000 króna, trygging hafði verið greidd. Öll símanúmer á hennar nafni hafa verið tekin úr sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×