Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð Stefán Árni Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 14:00 Sveinn Rúnar er ekkert að skafa af því. vísir „Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“ Hinsegin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
„Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“
Hinsegin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira