Erlent

Árás í Kaupmannahöfn: Lestarstöðinni lokað

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn,  Hovedbanegården , var lokað í morgun eftir að tveir menn réðust á einn starfsmann lestarstöðvarinnar.

Hann sakaði ekki alvarlega, en árásarmennirnir eru sagðir hafa límt hann niður með límbandi, er hann var að gera eina lestina tilbúna til brottfarar.

Honum tókst að ná sambandi við samstarfsmann sem óskaði eftir aðstoð lögreglu.

Lestarstöðin var í kjölfarið girt af á meðan lögregla rannsakar málið, en þangað til liggja lestarsamgöngur, til og frá stöðinni, niðri og ekki liggur fyrir hvenær hún verður opnuð að nýju.

Árásarmannanna er leitað. 

Uppfært: 

Lestarstöðin var opnuð að nýju um klukkan hálf tíu að staðartíma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×