Erlent

Lögðu hald á rúmlega sjö tonn af kókaíni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Strandgæslan við bátinn.
Strandgæslan við bátinn. mynd/bandaríska tollgæslan
Bandaríska strandgæslan stöðvaði um miðjan síðasta mánuð kafbát sem innihélt rúmlega sjö tonn af kókaíni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá gæslunni sem send var út í gær.

Báturinn var stöðvaður um 200 mílur frá strönd Mexíkó. Skipverjar skipsins Alameda, sem tilheyrir bandaríska sjóhernum, komu auga á fleyið og létu strandgæsluna vita.

Fundurinn er sá stærsti í sögunni en verðmæti efnanna er talið um 181 milljónir dollara eða 24,4 milljarðar íslenskra króna. Fundurinn í júní nemur um helmingi af þeim efnum sem stöðvaðar hafa verið síðan í apríl en alls hefur strandgæslan stöðvað um fimmtán tonn af efnum á leið inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×