Erlent

Sjötíu ár frá Hírósíma: "Verkefni Japana að tryggja heim án kjarnavopna“

Atli Ísleifsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, við minnisvarðann í Hírósíma fyrr í dag.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, við minnisvarðann í Hírósíma fyrr í dag. Vísir/AFP
Sjötíu ár eru í dag liðin frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina Hírósíma í Japan. Allt að 140 þúsund manns fórust í sprengingunni en hörmulegra áhrifa hennar gætir enn þann dag í dag.

Þremur dögum síðar, eða þann 9. ágúst 1945, var annarri kjarnorkusprengju varpað á borgina Nagasakí, með þeim afleiðingum að áttatíu þúsund manns fórust.

Fórnarlambanna var minnst með viðhöfn í Hírósíma í morgun og mínútu þögn víðs vegar um Japan.

„Japan er eina land heims sem hefur verið ráðist á með kjarnorkuvopnum og því er það verkefni okkar að reyna að tryggja heim án kjarnavopna,“ sagði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í ræðu sinni í morgun.

Kertafleyting verður á Reykjavíkurtjörn í kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna. Safnast verður saman á suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) og kertum fleytt klukkan 22:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×