Erlent

Sex féllu í árásum talíbana

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Að minnsta kosti sex féllu og þrettán særðust í sjálfsmorðsárás í austurhluta Afghanistan nú undir morgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í bænum Puli Alam og hafa talíbanar lýst ábyrgðinni á hendur sér.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir vitnum að sprengingin hafi verið gríðarlega kraftmikil, svo mjög að rúður í kílómetra fjarlægð, sprungu.

Vika er liðin frá því að Mullah Akhtar Mansour tók við stjórnartaumum talíbana, eftir að leiðtoginn Mullah Omar, lést. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×